Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, boðar hækkanir á fagjöldum hjá flugvélaginu á næstu árum vegna hækkandi kostnaðar. Viðvörunin kemur í kjölfar þess að miðaverð í Evrópu og Bandaríkjunum hefur hækkað verulega undanfarið vegna aukinnar eftirspurnar og hækkandi hrávöruverðs. Financial Times greinir frá.
Þá segir hann að hækkandi olíuverð og ýmis umhverfisgjöld sem eru sett á flugfélögin muni gera það að verkum að meðalfargjald hjá flugfélaginu muni hækka úr 40 evrum í 50-60 evrur.
Innrás Rússlands í Úkraínu hefur leitt af sér miklar verðhækkanir á hrávörum. En fyrir innrásina keypti Ryanair mest megnis af eldsneytisþörf sinni fyrir árið á 65 dollara á tunnuna sem kom í veg fyrir miklar hækkanir á flugmiðum hjá félaginu á þessu ári. En þá segir O'Leary að hrávöruverðshækkanirnar muni óhjákvæmilega skila sér í hærra verði á flugmiðum í náinni framtíð.