Flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst fækka um það bil tvö þúsund störfum á fjármála- og mannauðsdeildum félagsins á þessu ári.
Félagið ætlar að úthýsa þriðjungi starfanna til indverska þjónustufyrirtækisins Tata Consulting Services.
Í tilkynningu frá félaginu segir að það ætli að leggja áherslu á framleiðslu, þjónustu og tækniþróun. Þannig ætlar Boeing að fjölga starfsfólki um 10 þúsund manns á árinu, en félagið réð 15 þúsund manns á síðasta ári, að því er kemur fram í grein hjá BBC.