Boeing afhenti 33 flugvélar í nýliðnum september til viðskiptavina miðað við 27 á sama tíma í fyrra. Öll augu hafa beinst að framleiðni Boeing eftir að verkfall hjá fyrirtækinu hófst fyrir um fjórum vikum síðan.
Frá áramótum hefur flugvélaframleiðandinn afhent samtals 291 flugvél, mun minna en fyrstu níu mánuði ársins 2023 þegar sú tala var 371. Til samanburðar afhenti Airbus 447 flugvélar á þessu ári til ágústmánaðar.
Meirihluti þeirra flugvéla, eða 27 talsins, sem Boeing afhenti voru 737 Max-flugvélar. United Airlines fékk fimm vélar og Ryanair og Southwest Airlines fengu þrjár hvor.
Flugvélarnar eru framleiddar í Renton í Washington-ríki en verksmiðjan þar en þeirra sem er nú að glíma við verkfall starfsmanna. Þann 13. september sl. kusu starfsmenn Boeing með yfirgnæfandi meirihluta að hafna samningi frá yfirmönnum fyrirtækisins og fóru í verkfall.