Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ráðið Robert (Kelly) Ortberg sem næsta forstjóra fyrirtækisins. Ortberg, sem hefur mikla reynslu innan fluggeirans, tekur við stöðunni 8. ágúst.
Nýi forstjórinn er 64 ára gamall og mun taka yfir rekstri Boeing sem hefur undanfarið glímt við gæðavandamál, framleiðslusamdrátt og lækkandi hlutabréf. Boeing hefur tapað rúmlega 25 milljörðum dala síðan 2020.
Ortberg var forstjóri Rockwell Collins, sem er meðal birgja Boeing, til ársins 2018 þegar það sameinaðist öðrum flugvélaframleiðanda og varð að lokum hluti af RTX.
Samkvæmt nýjasta ársuppgjöri Boeing tapaði fyrirtækið 1,44 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi.

© Aðsend mynd (AÐSEND)