Boeing hefur þegar hafið niðurskurð á útgjöldum og segir að það muni hugsanlega segja upp starfsfólki tímabundið meðan það glímir við 30 þúsund manna verkfall. Fyrirtækið hefur þá hætt við nýjar ráðningar og fá stjórnarformenn ekki að fljúga í fyrsta farrými.

Flugvélaframleiðandinn segir að aðgerðirnar hafi það markmið að varðveita lausafé á meðan á verkfallinu stendur og hafa stjórnendur varað við versnandi stöðu.

Boeing hefur þegar hafið niðurskurð á útgjöldum og segir að það muni hugsanlega segja upp starfsfólki tímabundið meðan það glímir við 30 þúsund manna verkfall. Fyrirtækið hefur þá hætt við nýjar ráðningar og fá stjórnarformenn ekki að fljúga í fyrsta farrými.

Flugvélaframleiðandinn segir að aðgerðirnar hafi það markmið að varðveita lausafé á meðan á verkfallinu stendur og hafa stjórnendur varað við versnandi stöðu.

Starfsmenn Boeing fóru í verkfall á föstudaginn fyrir helgi eftir að hafa hafnað tilboði frá stjórnendum Boeing um 25% launahækkun á fjögurra ára tímabili. Verkfallið reyndist mikið bakslag fyrir nýjasta forstjóra Boeing, Kelly Ortberg, ásamt orðspori fyrirtækisins.

Viðræður eiga að hefjast á ný á morgun en í millitíðinni hafa allar þær verksmiðjur sem framleiða 737 Max, 777 og 767-vélar orðið fyrir áhrifum af verkfallinu.

Helstu matsfyrirtækin hafa einnig varað við því að stöðvun á framleiðslu gæti leitt til lækkunar á lánshæfimati Boeing og yrði þá dýrara fyrir fyrirtækið að taka lán.