Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir flugfélagið sjá merki um að það sé að dragast úr óskynsamlegu (e. irrational) framboði á markaðnum til og frá Íslandi, og á markaðnum yfir Atlantshafið á næstunni.

„Við sáum tilkynninguna frá Play og hefum séð út frá markaðsfréttum félög vera að draga úr framboði á fjórða ársfjórðungi. Við gerum ráð fyrir svipaðri þróun á fyrsta ársfjórðungi,“ sagði Bogi á fjárfestakynningu í morgun.

„Það lítur ‎út fyrir að framboðið verði skynsamlegra á næstunni heldur en það hefur verið. Við höfum einnig séð ákveðin alþjóðleg flugfélög draga úr framboði til Íslands á næsta ári.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði