Á morgun eru ná­kvæm­lega tvö ár frá því að núverandi bola­markaður í Banda­ríkjunum hófst en frá þeim tíma hefur S&P 500 vísi­talan hækkað um 62%.

Úr­vals­vísi­talan hefur hækkað um 21,2% á árinu og á þeim tíma hefur loka­gildi hennar verið 44 sinnum í met­hæð sam­kvæmt MarketWatch.

Fjöl­margir spáðu því að efna­hags­sam­dráttur væri yfir­vofandi í árs­byrjun en stóru fjár­festinga­bankarnir hafa til að mynda þurft að upp­færa spá sína fyrir gengi S&P 500 á árinu oftar en einu sinni.

Á morgun eru ná­kvæm­lega tvö ár frá því að núverandi bola­markaður í Banda­ríkjunum hófst en frá þeim tíma hefur S&P 500 vísi­talan hækkað um 62%.

Úr­vals­vísi­talan hefur hækkað um 21,2% á árinu og á þeim tíma hefur loka­gildi hennar verið 44 sinnum í met­hæð sam­kvæmt MarketWatch.

Fjöl­margir spáðu því að efna­hags­sam­dráttur væri yfir­vofandi í árs­byrjun en stóru fjár­festinga­bankarnir hafa til að mynda þurft að upp­færa spá sína fyrir gengi S&P 500 á árinu oftar en einu sinni.

Sam­kvæmt MarketWatch fer bjarn­dýrum fækkandi og margir spá því að úr­vals­vísi­talan nái upp í 6000 stig innan tíðar en ef það gerist aukast líkurnar á að fjár­festar láti vel­gengni markaðarins leiða sig í gönur.

Ryan Detrick, aðal­markaðssér­fræðingur Car­son Group, segir í sam­tali við MW að bola­markaðurinn sé enn frekar ungur í sögu­legu sam­hengi.

„Sögu­lega séð á bola­markaðurinn nóg líf eftir en frá árinu 1950 hafa flestar upp­sveiflur af þessu tagi staðið yfir í meira en fimm ár með um 180% hækkun S&P,“ segir Detrick.

Spurður um hvort hann telji þriðja árið verði jafn öflugt og síðustu tvö, segir Detrick að fjár­festar munu lík­legast þurfa hafa meira fyrir því að finna arð­bærar fjár­festingar á næsta ári en í ár.

„Af síðustu 16 bola­mörkuðum sem komu í kjöl­far niður­sveiflu fengu 12 að fagna þriggja ára af­mæli sínu og var meðal­tals­á­vöxtur þriðja ársins um 8%,“ segir Detrick.

Eitt stærsta á­hyggju­efnið að sinni er þó yfir­vofandi for­seta­kosningar í Banda­ríkjunum og segir Detrickt þær geta valdið flökti. „Sögu­lega hafa þó nóvember og desem­ber­mánuðir verið á­gætir fyrir hluta­bréfa­markaðinn.“