Landsréttur staðfesti fyrir helgi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella að fullu niður 500 milljón króna stjórnvaldssekt Samkeppniseftirlitsins á Símann eftir áralanga deilu fjarskiptafyrirtækisins og eftirlitsins um enska boltann.
Samkeppniseftirlitið fór fyrst að skoða sýningarrétt á ensku úrvalsdeildina þegar Skjár einn var með þann rétt tímabundið 2004 til 2007 en fram að því hafði eftirlitið ekki gert athugasemdir við sýningarréttinn. Skjár Einn, þá dótturfélag Símans, var með sýningarréttinn og voru gerðar sáttir við Samkeppniseftirlitið.
Þegar Síminn eignast sýningarréttinn árið 2018 er aftur farið að reyna setja sérstakar reglur um enska boltann en deilur Samkeppniseftirlitsins og Símans í kjölfarið eru í raun tvíþættar.
Samkeppniseftirlitið lagði 500 milljón króna sekt á Símann árið 2020 þar sem eftirlitið taldi Símann hafa brotið á ákvæðum tveggja sátta frá árinu 2015 sem Síminn og eftirlitið gerðu sín á milli m. a. um eignarhald á Mílu, samtvinnun á fjarskiptaþjónustu og þjónustu skjásins, svo dæmi séu tekin.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi stjórnvaldssektina úr gildi að öllu leyti en Samkeppniseftirlitið ákvað að áfrýja til Landsréttar sem staðfestir dóm héraðsdóms.
Hinn angi málsins er bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins í fyrra um að Síminn hafi „sennilega“ brotið lög með því að endurnýja ekki endursölusamning á enska boltanum til Nova. Síminn reyndi að fá þeirri ákvörðun hnekkt en bráðabirgðaákvarðanir eru ekki kæranlegar og þarf að bíða eftir lokaákvörðun. SKE ákvað í janúar að taka ekki lokaákvörðun í málinu sem hefur skapað réttaróvissu um endursöluna en nánar er vikið að þeim anga málsins í hliðarefni hér í greininni.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði