Starfs­­menn Gold­man Sachs bankans í Lundúnum eiga von á væn­­legum bónus­­greiðslum í ár miðað við árs­hluta­­upp­­­gjör bankans.

Sam­­kvæmt upp­­­gjörinu stendur sam­eigin­­legur sjóður starfs­manna í um 580 milljónum pundum eftir fyrstu þrjá mánuðum ársins sem er um 20% hækkun frá sama tíma­bili í fyrra.

Starfs­­menn Gold­man Sachs bankans í Lundúnum eiga von á væn­­legum bónus­­greiðslum í ár miðað við árs­hluta­­upp­­­gjör bankans.

Sam­­kvæmt upp­­­gjörinu stendur sam­eigin­­legur sjóður starfs­manna í um 580 milljónum pundum eftir fyrstu þrjá mánuðum ársins sem er um 20% hækkun frá sama tíma­bili í fyrra.

Bretar af­­numdu þak á bónus­­greiðslur í fyrra og því geta bankar og fjár­­mála­­fyrir­­­tæki gert enn betur við starfs­­fólk sitt en áður.

Sam­­kvæmt Við­­skipta­blaði The Guar­dian starfa 3.359 ein­staklingar hjá Gold­man Sachs í Lundúnum og ef greitt yrði jafnt úr sjóðnum myndi hver starfs­­maður fá um 170 þúsund eða um 30 milljónir ís­­lenskra króna.

Bónus­­greiðslurnar eru greiddar út með hluta­bréfum í bankanum en gengi Gold­man Sachs stóð í 417 dölum í lok mars sem er hækkun úr 327 dölum árið áður.

Hluta­bréfa­verð Gold­man Sachs hefur hækkað enn meira síðan þá og stendur í 461 dal þegar þetta er skrifað.