Gengi Vefverslunarinnar Boozt hækkaði um 10,94% í sænsku kauphöllinni í dag.
Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar í gærkvöldi þar sem kom fram að tekjur verslunarinnar hafi hækkað um 16% árið 2022 frá fyrra ári.
Ebit fyrir allt árið nam 286 milljónum sænskra króna, um eða tæpum fjórum milljörðum íslenskra króna.
Gengið hefur hækkað um 96,5% síðustu sex mánuði en lækkunin nemur 24,6% síðustu 12 mánuði.