Bjarni Bene­dikts­son, for­sætis­ráðherra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, voru gestir Björns Inga Hrafns­sonar í Grjót­kastinu í dag.

For­mennirnir tveir tókust þar á um ýmis mál­efni en sammæltust þó um að nú væri ekki tími fyrir vinstri stjórn.

„Borgara­leg ríkis­stjórn er það sem við þurfum núna. Ekki hærri skatta. Við þurfum minni ríki og þurfum að hafa trú á okkur sjálfum svo við þurfum ekki að fara til Evrópska Seðla­bankans til að sækja gjald­eyri,“ sagði Bjarni.

Sig­mundur Davíð tók undir þetta allt en bætti við að eina leiðin til að ná þessu væri með því að kjósa sig.

Bjarni var jafn­framt spurður um framtíð sína sem for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og hvort hann væri að hætta í stjórn­málum.

„Nei, ég er í þessu til að ná árangri,“ sagði Bjarni og spurði Björn Ingi þá hvort hann þyrfti nú ekki að fara segja sínu fólki það?

„Hvernig getur fólk látið sér detta í hug að ég sé að hætta þegar ég boða til kosninga og fer fremstur í mínu kjör­dæmi og er um allt land að boða Sjálf­stæðis­stefnuna. Til að ná árangri fyrir flokkinn og koma að myndun nýrrar borgara­legrar ríkis­stjórnar,“ sagði Bjarni.

Björn Ingi spurði hvort það hafi aldrei hvarflað að honum þegar „allt var í skrúfunni“ að stíga niður og láta Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dóttur vara­for­mann flokksins taka við.

„Ég held að henni hafi ekki verið gerður neinn greiði með því hvort er. Hjá Sjálf­stæðis­flokknum fer það lang­best að menn nýti rétta vett­vanginn, sem er lands­fundur, til að velja for­ystu frá einum tíma til annars. Ég hef verið svo heppinn að fá ítrekað endur­nýjað um­boð frá lands­fundi,“ sagði Bjarni.