Reykja­víkur­borg lauk í dag lokuðu skulda­bréfaút­boði í flokkum RVKN 35 1 og RVK 44 1, þar sem saman­lagt 5,6 milljarðar króna að nafn­virði voru seldir.

Í flokknum RVKN 35 1 seldi borgin skulda­bréf fyrir 4.645 milljónir króna á ávöxtunar­kröfu upp á 8,71 pró­sent.

Það er töluvert hærra en markaðskrafa ríkis­skulda­bréfa með svipaðan lánstíma en ríkissjóður er almennt er ríkið með lægstu fjármögnunarkjör allra á íslenskum skuldabréfamarkaði.

Þó að borgin sé ekki í bráðri fjárhagslegri hættu má sjá að markaðurinn vilji fá töluvert háa vexti fyrir að leggja henni til fjármagn.

Skuldsetning hefur aukist á síðustu árum og rekstrarumhverfið er þrengra, bæði vegna hátt vaxtastig og þrýstingur á rekstrarafkomu sveitarfélaga spilar þó einnig hlutverk..

Í hinum flokknum, RVK 44 1, seldi borgin skulda­bréf fyrir 960 milljónir króna á ávöxtunar­kröfu upp á 4,11 pró­sent.

Þessi flokkur er verð­tryggður og er krafan um­tals­vert yfir sam­bæri­legum ríkis­bréfum sem eru nú með ávöxtunar­kröfu á bilinu 3,5 til 3,9 pró­sent.

Heildar­stærð RVKN 35 1 eftir út­boðið er orðin 43,2 milljarðar króna, en flokkurinn er með gjald­daga árið 2035.

RVK 44 1, sem er með lengri líftíma og gjald­daga árið 2044, nemur nú sam­tals 10 milljörðum króna að nafn­virði.

Vaxta­kjörin í RVKN 35 1, sem nálgast 9%, eru há í sögu­legu sam­hengi fyrir sveitarfélag með A-hæstu láns­hæfis­ein­kunn á Ís­landi.

Til saman­burðar hafa 10 ára ríkis­skulda­bréf verið með ávöxtunar­kröfu á bilinu 6,5–7% síðustu vikur, þannig að borgin greiðir veru­lega hærri vexti en ríkið.

Útboðið var framkvæmt í einkaútgáfu (e. private placement), án útgáfu lýsingar samkvæmt undanþáguheimild ESB-reglugerðar.