Tekjur Bílastæða­sjóðs borgarinnar voru 676 milljónum króna um­fram áætlun sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi Reykja­víkur­borgar.

Í greinar­gerð fag­sviða segir að tekjurnar séu aðal­lega vegna greiðslna í miðamæla vegna lengingar á gjald­skyldutíma og stækkunar á gjaldsvæðum, stöðu/auka­stöðu­brota og vegna hækkunar á gjald­skrá og betri nýtingu bíla­húsa.

Meirihluti borgarstjórnar samþykkti um mitt ár 2023 að hækka gjöld um 40% og útvíkka gjaldskyldu.

Á sama tíma var ákveðið að gjaldskylda á svæðum P1 og P2 miðsvæðis fram til klukkan níu á kvöldin, alla daga vikunnar, þar með talið á sunnudögum.

Borgin hefur markvisst unnið að því á síðustu árum að útvíkka gjaldskyldu. Árið 2022 var útvíkkuð gjaldskylda í nokkrar götur í Vesturbæ og Þingholtum. Gjaldskyldan var einnig framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg

Uppfærð gjaldskrá sýnir einnig hversu miklar hækkanirnar hafa verið en það kostar nú 630 krónur að leggja í eina klukkustund í P1.

Á P2 þarf að borga 230 krónur á klukkustund til 21 á bæði virkum dögum og laugardaga og sunnudaga.