Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði rétt í þessu af sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins.

Hann sagði að það væri vilji þingmanna Íhaldsflokksins að skipta um forystu í flokknum og þar með forsætisráðherra. Johnson segist vera búinn að fullskipa ríkisstjórn sína eftir margar afsagnir síðustu daga.

Boris ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra fram yfir leiðtogakjörið. The Telegraph sagði í morgun að margir áhrifamanna í flokknum myndu ekki sætta sig við það.