Olíurisinn BP ríflega þrefaldaði hagnað sinn á þriðja ársfjórðungi í samanburði við sama fjórðung í fyrra.
Hagnaður félagsins á fjórðungnum nam rúmlega 8 milljörðum dala. Sala á gasi gaf vel af sér á fjórðungnum en eins og þekkt er orðið hefur verð á gasi margfaldast í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Önnur stór olíufélög á borð við Shell, Exxon Mobil og TotalEnergies skiluðu einnig sterku uppgjöri á þriðja ársfjórðungi og hefur það kynnt undir umræðu um hækkun skatta á félög í þessum geira.