Amazon hefur tekið í notkun meira en eina milljón þjarka í vöruhúsum sínum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Það styttist í að þjarkar verði fleiri en starfsmenn í vöruhúsum Amazon, að því er segir í umfjöllun The Wall Street Journal.
Starfsmenn Amazon eru um 1,56 milljónir í heildina, en þar af starfar meirihluti í vöruhúsum. Meðalfjöldi starfsmanna á hverri starfsstöð var um 670 og hefur ekki verið lægri undanfarin 16 ár, samkvæmt greiningu WSJ.
Fjöldi pakka sem Amazon sendir sjálft á hverja starfsmann á ári hefur einnig aukist jafnt og þétt síðan að minnsta kosti árið 2015 — úr um 175 í um 3.870, samkvæmt greiningunni, sem bendir til aukinnar framleiðni hjá fyrirtækinu.
Amazon hefur gefið það út að þjarkar koma að um 75% af afhendingum félagsins á heimsvísu. Aukin sjálfvirknivæðing hefur leitt til aukinnar framleiðni í vöruhúsum Amazon og dregið úr vandræðum sem snúa t.d. að mikilli starfsmannaveltu í vörudrefiingarmiðstöðvum (fulfilment centers).
