Háskólinn í Birmingham telur að heildartekjur vegna 14 tónleika Oasis á Bretlandseyjum geti numið allt að 400 milljónum punda eða um 73 milljörðum króna.

Háskólinn í Birmingham telur að heildartekjur vegna 14 tónleika Oasis á Bretlandseyjum geti numið allt að 400 milljónum punda eða um 73 milljörðum króna.

Af þeirri fjárhæð er talið að bræðurnir Liam og Noel Gallagher fái um 50 miljónir punda hvor eða ríflega 9 milljarða króna.

Þegar Take That kom saman á ný árið 2011 og hélt tónleika námu heildartekjurnar 140 milljónum punda. Tekjur af 13 tónleikum Spice Girls árið 2019 námu 60 milljónum punda.

Sænsku fjórmenningarnir í ABBA eru samt í ákveðnum sérflokki. Fyrir nokkrum árum var byggð ný tónleikahöll í London, þar sem settir voru á svið sýndarveruleika-tónleikar með ABBA. Sú sýning hefur verið í gangi síðan 2022. Á meðan fjórmenningarnir sitja heima hjá sér og slappa af nema tekjur af sýningunni um 1,5 milljónum punda á viku, sem eru 78 milljónir punda á ári.