Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flestar tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, fjórða árið í röð eða alls 22 tilnefningar.

Tilnefningar til Lúðursins voru birtar í gær og má sjá hér.

Verðlaunin verða afhent í 32. sinn á ÍMARK-deginum föstudaginn 9. mars á Hilton Reykjavík Nordica.

„Við höfum frá upphafi lagt áherslu á góðar hugmyndir. Það er sífellt erfiðara að ná til fólks og lausnin að okkar mati er alltaf sú sama: Vel útfærð hugmynd vekur athygli og skilar árangri,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, viðskiptastjóri hjá Brandenburg.