Heilt yfir virðist rekstur bakaría hér á landi vera traustur, þó ákveðin félög séu rekin með tapi. Á fimmta tug félaga sem halda utan um rekstur bakaría voru starfandi árið 2022, eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst.

Bernhöftsbakarí er elsta bakarí landsins en rekstur þess hófst árið 1834 í Torfunni svokölluðu í Reykjavík. Nafn bakarísins kemur frá Tönnies Daniel Bernhöft sem sá um reksturinn til ársins 1886.

Bakaríið var í eigu Bernhöft-fjölskyldunnar fram til ársins 1944 þegar það var selt til Sigurðar Bergssonar bakarameistara og er félagið enn í meirihluta eigu afkomenda Sigurðar.

Bakaríið er í dag á Klapparstíg í miðbæ Reykjavíkur en félagið velti 102 milljónum króna árið 2022 og nam hagnaður sjö milljónum. Árið áður námu tekjur 96 milljónum og hagnaður 5,3 milljónum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gærmorgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.