Bréf Icelandair hækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 2,88%. Heildarvelta með bréf félagsins nam 154 milljónum króna en fyrir helgi undirritaði félagið viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX.
Sjá einnig: Icelandair bætir við fjórum MAX-vélum.
Heildarvelta í Kauphöllinni nam 2,6 milljörðum króna þar af voru mest viðskipti með bréf Marels en hún nam 667 milljónum króna. Gengi félagsins lækkaði um 0,18% en það hefur lækkað um 7,63% á síðastliðnum mánuði. Íslenska úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka en hún lækkaði um 0,24% í viðskiptum dagsins.
Eftir viðskipti dagsins voru fimm félög af 21 græn en ellefur voru rauð. Þá lækkuðu bréf Arion banka mest í dag eða um 1,45% í 434 milljóna króna viðskiptum.
Á First North-markaðnum voru aðeins viðskipti með bréf Play sem héldu áfram að lækka. Gengið stendur nú í 15,9 krónum á hlut eftir 2,5% lækkun í dag.