Icelandair Cargo hefur tekið við sinni fyrstu Boeing 767 breiðþotu sem félagið mun nýta í fraktflug sitt. Flugvélin kom til landsins á dögunum og fer hún í sitt fyrsta flug á fimmtudag til Liège í Belgíu. Auk Liège verða reglulegir áfangastaðir New York og Chicago en flogið verður þrisvar sinnum í viku á hvern áfangastað. Von er á annarri 767 þotu í flotann í byrjun næsta árs og hyggst félagið þá hefja beint fraktflug til Los Angeles auk þess að auka tíðni á aðra frakt áfangastaði sína.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði