Bresk stjórnvöld hafa sett reglugerð um það að við opinberar framkvæmdir verði breskt stál „haft sérstaklega í huga.“ Reglunum er ætlað að styðja við breska stálframleiðendur, en þeir eru í miklum vandræðum um þessar mundir vegna lélegrar samkeppnisstöðu í samanburði við erlenda framleiðendur. Bloomberg greinir frá þessu.

„Með því að breyta innkaupareglum í tengslum við stórar innviðafjárfestingar erum við að styðja við framtíð bresks stáliðnaðar – við veitum breskum framleiðendum veruleg tækifæri og leyfum þeim að keppa betur við alþjóðleg fyrirtæki,“ er haft eftir viðskiptaráðherra Bretlands, Sajid Javid, í tilkynningu.

Nýsamþykktu reglurnar koma til viðbótar leiðbeiningum sem voru gefnar út í október, en þar var farið fram á það við allar ríkisstofnanir að þær hefðu í huga „samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar“ þess hvaða stál er valið við stórframkvæmdir.

Bresk stjórnvöld reyna nú að takast á við kreppu í breska stáliðnaðinum, en Bloomberg segir að allt að 40 þúsund störf gætu tapast í greininni þar í landi. Indverska samsteypan Tata Steel tilkynnti í síðustu viku að hún hyggðist hætta með starfsemi sína í landinu.

Bresk stjórnvöld hafa sett reglugerð um það að við opinberar framkvæmdir verði breskt stál „haft sérstaklega í huga.“ Reglunum er ætlað að styðja við breska stálframleiðendur, en þeir eru í miklum vandræðum um þessar mundir vegna lélegrar samkeppnisstöðu í samanburði við erlenda framleiðendur. Bloomberg greinir frá þessu.

„Með því að breyta innkaupareglum í tengslum við stórar innviðafjárfestingar erum við að styðja við framtíð bresks stáliðnaðar – við veitum breskum framleiðendum veruleg tækifæri og leyfum þeim að keppa betur við alþjóðleg fyrirtæki,“ er haft eftir viðskiptaráðherra Bretlands, Sajid Javid, í tilkynningu.

Nýsamþykktu reglurnar koma til viðbótar leiðbeiningum sem voru gefnar út í október, en þar var farið fram á það við allar ríkisstofnanir að þær hefðu í huga „samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar“ þess hvaða stál er valið við stórframkvæmdir.

Bresk stjórnvöld reyna nú að takast á við kreppu í breska stáliðnaðinum, en Bloomberg segir að allt að 40 þúsund störf gætu tapast í greininni þar í landi. Indverska samsteypan Tata Steel tilkynnti í síðustu viku að hún hyggðist hætta með starfsemi sína í landinu.