Nýja ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur hætt við 1,3 milljarða punda fjármögnun á gervigreindarverkefni sem Íhaldsflokkurinn hafði lofað tæknigeiranum.

Verkefnið fól í sér 800 milljóna punda fjárfestingu í ofurtölvu við Edinborgarháskóla og 500 milljónir punda til viðbótar fyrir gervigreindarverkefnið AI Research Resource.

Sjóðirnir voru kynntir fyrir 12 mánuðum síðan og var fénu lofað af fyrri ríkisstjórn Bretlands þrátt fyrir að hafa aldrei verið úthlutað í fjárlögum. Breska viðskiptastofnunin techUK segir að ríkisstjórnin þurfi að koma með aðrar tillögur til að tryggja að Bretar missi ekki úr þegar kemur að þróun á gervigreind.

„Á þeim tíma sem boðað var til kosninga, höfðu embættismenn ráðlagt ráðherrum að líklegt væri að deildin (DSIT) myndi vannýta fjárveitingu sína fyrir yfirstandandi fjárhagsár. Skuldbindingar okkar gagnvart vísindum, rannsóknum og nýsköpun var framúrskarandi,“ segir Andrew Griffith, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands.