Breska samkeppniseftirlitið er nú að íhuga hvort fyrirhuguð kaup Carlsberg á breska drykkjarframleiðandanum Britvic gætu dregið úr samkeppni á vörum og þjónustu í landinu.

Carlsberg samþykkti að kaupa gosdrykkjarfyrirtækið Britvic á 3,3 milljarða punda, eða rúma 600 milljarða króna, í júlí sem hluta af áætlun til að bjóða upp á fleiri óáfenga drykki.

Breska samkeppniseftirlitið er nú að íhuga hvort fyrirhuguð kaup Carlsberg á breska drykkjarframleiðandanum Britvic gætu dregið úr samkeppni á vörum og þjónustu í landinu.

Carlsberg samþykkti að kaupa gosdrykkjarfyrirtækið Britvic á 3,3 milljarða punda, eða rúma 600 milljarða króna, í júlí sem hluta af áætlun til að bjóða upp á fleiri óáfenga drykki.

Upprunalega tilboðinu, sem hljómaði upp á 3,11 milljarða punda, var hafnað. Britvic, sem framleiðir drykkina Fruit Shoot, Robinsons, Tango og J20, sagði að það tilboð hefði verulega vanmetið markaðsvirði og framtíðarhorfur fyrirtækisins.

Samkeppniseftirlit Bretlands tilkynnti í dag að það væri að bjóða áhugasömum aðilum að leggja fram skoðanir sínar á mögulegum áhrifum sem samningurinn gæti haft á samkeppni í landinu.