Breska íþróttavörufyrirtækið Castore á í viðræðum um 200 milljóna punda fjármögnun, eða sem nemur um 34 milljörðum króna, en félagið vinnur nú að því að setja aukinn kraft í samkeppni við alþjóðlega keppninauta á borð við Adidas og Nike. Sky News greinir frá.
Castore, sem er með höfuðstöðvar í Manchester, var stofnað af bræðrunum Phil og Tom Beahon sem eiga rætur að rekja til Liverpool. Félagið var metið á 750 milljónir punda, eða hátt í 130 milljarða króna, í fjármögnunarlotu síðasta haust.
Castore hefur á síðustu árum náð samningum við ensku knattspyrnuliðin Wolverhampton Wanderers og Newcastle United. Fyrirtækið hefur einnig lagt áherslu á krikket, golf og Formúlu 1 þar sem það er með samning við McLaren liðið.
Meðal hluthafa í Castore er breski tenniskappinn Andy Murray. Hann kom fyrst inn í hluthafahópinn árið 2019.
Heimildarmaður Sky News segir að áætlað sé að fyrirtækið, sem vörur sínar einkum í netverslun, muni hagnast um tæplega 30 milljónir punda, eða um 5 milljarða króna, í ár.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/121830.width-1160.jpg)