Veiking breska pundsins í kjölfarið á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu gæti dregið úr ferðum Breta til Íslands.

Einn fjölmennasti hópurinn

Bretar eru einn fjölmennasti hópur ferðamanna hingað til lands, og var fimmtungur ferðamanna í fyrra breskur, en yfir vetrarmánuðina hækkar hlutfallið í þriðjung eða 185 þúsund af um 550 þúsund erlendum ferðamönnum.

Er hlutfallið ennþá hærra á höfuðborgarsvæðinu, en síðastliðinn vetur voru að jafnaði 36 af hverjum 100 seldum hótelherbergjum með breskum gestum. Þó fjöldi breskra ferðamanna hafi alltaf verið hátt þá jókst hlutfall þeirra síðustu fjögur ár eftir að breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf að fljúga hingað til lands.

Nálega fimmtungs lækkun pundsins

Eftir að niðurstaðan lá fyrir lækkaði pundið um 6% en samtals hefur lækkunin numið nálega fimmtungi á ári, eða 18%. Á sama tíma hefur lækkun pundsins gagnvart evru numið 13%

Clive Stacey, eigandi ferðaskrifstofunnar Discover the World, sem hefur í áratugi skipulagt Íslandsferðir frá Bretlandi segir:

„Mikill meirihluti þeirra Breta sem heimsækir landið yfir vetrarmánuðina ferðast ódýrt til Reykjavíkur og áframhaldandi lágt gengi pundsins mun sannarlega hafa áhrif á þennan hóp þar sem hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir verðhækkunum.” Þetta kemur fram á vef Túrista .

Veiking breska pundsins í kjölfarið á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu gæti dregið úr ferðum Breta til Íslands.

Einn fjölmennasti hópurinn

Bretar eru einn fjölmennasti hópur ferðamanna hingað til lands, og var fimmtungur ferðamanna í fyrra breskur, en yfir vetrarmánuðina hækkar hlutfallið í þriðjung eða 185 þúsund af um 550 þúsund erlendum ferðamönnum.

Er hlutfallið ennþá hærra á höfuðborgarsvæðinu, en síðastliðinn vetur voru að jafnaði 36 af hverjum 100 seldum hótelherbergjum með breskum gestum. Þó fjöldi breskra ferðamanna hafi alltaf verið hátt þá jókst hlutfall þeirra síðustu fjögur ár eftir að breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf að fljúga hingað til lands.

Nálega fimmtungs lækkun pundsins

Eftir að niðurstaðan lá fyrir lækkaði pundið um 6% en samtals hefur lækkunin numið nálega fimmtungi á ári, eða 18%. Á sama tíma hefur lækkun pundsins gagnvart evru numið 13%

Clive Stacey, eigandi ferðaskrifstofunnar Discover the World, sem hefur í áratugi skipulagt Íslandsferðir frá Bretlandi segir:

„Mikill meirihluti þeirra Breta sem heimsækir landið yfir vetrarmánuðina ferðast ódýrt til Reykjavíkur og áframhaldandi lágt gengi pundsins mun sannarlega hafa áhrif á þennan hóp þar sem hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir verðhækkunum.” Þetta kemur fram á vef Túrista .