Breska ríkisstjórnin segist vera fullviss um að það muni tryggja þau nauðsynlegu hráefni sem hún þarf til að halda bresku stálverksmiðjunni við Scunthorpe gangandi í tæka tíð eftir að hafa tekið við rekstri verksmiðjunnar um helgina.
Á vef BBC segir að ríkisstjórnin telji að sendingin muni berast á næstu dögum en bresk yfirvöld tóku yfir starfsemi verksmiðjunnar eftir að slitnaði upp úr viðræðum við fyrrum kínverska eiganda British Steel, Jingye.
Stjórnvöld höfðu meðal annars sakað fyrirtækið um að ætla sér að slökkva á ofnum verksmiðjunnar en kínversk yfirvöld sökuðu bresk stjórnvöld um að spila pólitískan áróður og sögðu að aðgerðirnar myndu vekja efasemdir um fjárfestingar í Bretlandi.
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands segir að verið sé að vinna í að tryggja stöðugt framboð af kokskoli og járngrýti, sem verksmiðjan þarf til að knýja ofnana sína.
Tugir fyrirtækja, þar á meðal stálframleiðendurnir Tata og Rainham Steel, hafa boðið fram aðstoð sína til að útvega verksmiðjunni það sem hún þarf.