Bresk stjórnvöld ætla að setja á þak á hefur tilkynnt áform um að takast á við endursölu miða til að stemma við fólki sem kaupir upp mikið magn miða og selur þá á uppsprengdu verði. Takmörkunin mun gilda um miða á íþróttaleiki, tónleika, uppistönd og leikhús.

Aðgerðin var eitt af kosningarloforðum ríkisstjórnarinnar eftir langvarandi kvartanir frá aðdáendum og tónleikagestum sem neyðast svo til að greiða stórfé fyrir miða.

Verið er að ræða hvar þakið ætti að liggja en hugmyndir eru um að það verði allt frá upprunalegu verði eða allt að 30% álag á upphafsverði miðans. Ríkisstjórnin mun þá kalla eftir sönnunargögnum um aukna verðlagningu á tímum mikillar eftirspurnar.

Málið var mikið í brennidepli í ágúst í fyrra þegar miðasala á Oasis-tónleikana hófst. Þá voru sumir aðdáendur rukkaðir um meira en 350 pund, eða 60 þúsund krónur, fyrir miða sem kostaði upprunalega 150 pund, eða 25 þúsund krónur.

Aðdáendur Coldplay og Taylor Swift kvörtuðu einnig yfir því að örfáum mínútum eftir að miðasala hófst var uppselt á tónleikana og voru endursölumiðar síðan auglýstir á fleiri þúsund pund.