Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, og seðlabanki Sviss hafa báðir tilkynnt um hálfs prósentu stýrivaxtahækkun í dag. Þeir fylgja þar með í fótspor bandaríska seðlabankans sem hækkaði vexti um hálfa prósentu í gær. Væntingar eru um að Seðlabanki Evrópu hækki vexti sömuleiðis um 50 punkta síðar í dag.

Vaxtahækkun Englandsbanka var í samræmi við væntingar. Óeining var hins vegar innan peningastefnunefndar bankans en tveir nefndarmenn vildu bíða með frekari hækkanir og einn vildi hækka vexti einn meira. Stýrivextir bankans standa nú í 3,5% og hafa ekki verið hærri frá árinu 2008.

Seðlabanki Sviss hækkaði stýrivexti sína í þriðja sinn í ár og standa þeir nú í 1,0%. Bankinn hækkaði stýrivexti sína í fyrsta sinn í 15 ár í júní. Bankinn gaf jafnframt til kynna að von sé á frekari hækkunum.