Breska samkeppniseftirlitið rannsakar nú hvort Google hafi of mikið yfirráð á breska leitarmarkaðnum. Samkvæmt eftirlitinu sér Google um 90% af öllum leitarniðurstöðum í Bretlandi.
Á vef Guardian segir að breska samkeppniseftirlitið, eða CMA, áætli að auglýsingarkostnaður samsvari rúmlega 500 pundum, eða 86 þúsund krónum, fyrir hvert heimili og að sá kostnaður væri lægri með meiri samkeppni.
Þá verður einnig rannsakað hvort Google noti stöðu sína á markaðnum til að veita eigin verslunar- og ferðaþjónustu ósanngjarnt forskot. Rannsóknin, sem mun taka rúmlega níu mánuði, er sú fyrsta sem á sér stað eftir ný lög sem tóku í gildi í Bretlandi um áramótin.
Evrópusambandið hefur þá einnig greint frá því að það sé að endurmeta sínar eigin rannsóknir á bandarískum tæknifyrirtækjum eins og Google, Meta og Apple en þau hafa verið til rannsóknar undanfarna tíu mánuði.