Karl K. Karlsson - Bakkus ehf., sem rekur vínheildsöluna Kalla K., tapaði 12,6 milljónum króna á síðasta ári. Tekjur námu 1.290 milljónum og jukust úr 758 milljónum en aukninguna má rekja til samruna við Karl K. Karlsson.

EBITDA nam 46,5 milljónum en gengismunur og vaxtamunur léku félagið grátt. Eignir fjórfölduðust og námu 822 milljónum en skuldir eru 719 milljónir. Þá er ótalið 100 milljóna lán frá hluthafa með breytirétti. Örn Héðinsson er framkvæmdastjóri.