Héraðsdómur Austurlands hefur birt fyrirkall þar sem skorað er á fyrirsvarsmenn, kröfuhafa og aðra sem telja sig hafa lögvarinna hagsmuna að gæta af slitum ýmiss konar félaga að mæta fyrir dómstólinn þann 7. júní næstkomandi kl. 10:00. Tilefnið er krafa Skattsins um að félögunum verði slitið þar sem raunverulegir eigendur þessa hafa ekki verið skráðir. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaði.
Meðal félaga sem verður að óbreyttu slitið eru Blakfélag Fjarðarbyggðar, AA-samtökin á Austurlandi, Vopnafjarðarlistinn o.fl.
Þann 3. maí síðastliðinn var tekin fyrir krafa Skattsins hjá Héraðsdómi Suðurlands sama efnis um ýmis félög í umdæmi dómstólsins. Má þar nefna Bridgefélag Hveragerðis, Landssamtök Atvinnulausra og Indlandsvinafélagið svo dæmi séu tekin.
Hefur heimild til að slíta félögum
Samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda ber að tilkynna um hverjir teljist vera raunverulegir eigendur til Skattsins. Ef í ljós kemur að skráningarskyldur aðili fylgir ekki lögum um skráningu raunverulegra eigenda skal ríkisskattstjóri krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests. Sinni skráningarskyldur aðili ekki kröfu ríkisskattstjóra um úrbætur innan þriggja mánaða frá því að þess var krafist má fella skráningu hans niður.
Innan árs frá afskráningu geta raunverulegir eigendur, lánardrottnar eða ríkisskattstjóri gert þá kröfu að bú aðilans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skatturinn hefur einmitt gert kröfu þess efnis um eftirtalin félög:
Félög sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði um slit á 3. maí sl.
690992-2059 | |||||||
690586-1779 | |||||||
680400-3340 | |||||||
680185-0189 | |||||||
660310-1420 | |||||||
650985-0289 | |||||||
621092-2439 | |||||||
650269-3499 | |||||||
650302-2220 | |||||||
560802-2260 | |||||||
570589-2539 | |||||||
601097-2309 | |||||||
620518-0770 | |||||||
490491-2019 | |||||||
510110-1370 | |||||||
510590-2799 | |||||||
520698-2489 | |||||||
530804-2080 | |||||||
531186-1929 | |||||||
460172-0129 | |||||||
471077-0389 | |||||||
420792-2049 | |||||||
450385-0189 | |||||||
440394-3029 | |||||||
480207-2380 | |||||||
460976-0579 | |||||||
480283-0319 |
Félög sem Héraðsdómur Austurlands úrskurðar um þann 7. júní nk.
420689-2179 | |||||||
480302-2220 | |||||||
501012-1570 | |||||||
531210-0770 | |||||||
540492-2049 | |||||||
560697-2529 | |||||||
570200-3210 | |||||||
590995-2319 | |||||||
610497-2099 | |||||||
610794-2389 | |||||||
610881-0179 | |||||||
620302-2950 | |||||||
630882-0449 | |||||||
640394-2349 | |||||||
660674-0209 | |||||||
660988-1499 | |||||||
661006-1450 | |||||||
680191-2399 | |||||||
690269-6009 | |||||||
690416-3360 | |||||||
690788-2099 | |||||||
421194-2899 | |||||||
451102-3030 | |||||||
460110-0840 | |||||||
460705-0960 | |||||||
460499-2169 |