Héraðsdómur Austurlands hefur birt fyrirkall þar sem skorað er á fyrirsvarsmenn, kröfuhafa og aðra sem telja sig hafa lögvarinna hagsmuna að gæta af slitum ýmiss konar félaga að mæta fyrir dómstólinn þann 7. júní næstkomandi kl. 10:00. Tilefnið er krafa Skattsins um að félögunum verði slitið þar sem raunverulegir eigendur þessa hafa ekki verið skráðir. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaði.

Meðal félaga sem verður að óbreyttu slitið eru Blakfélag Fjarðarbyggðar, AA-samtökin á Austurlandi, Vopnafjarðarlistinn o.fl.

Þann 3. maí síðastliðinn var tekin fyrir krafa Skattsins hjá Héraðsdómi Suðurlands sama efnis um ýmis félög í umdæmi dómstólsins. Má þar nefna Bridgefélag Hveragerðis, Landssamtök Atvinnulausra og Indlandsvinafélagið svo dæmi séu tekin.

Hefur heimild til að slíta félögum

Samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda ber að tilkynna um hverjir teljist vera raunverulegir eigendur til Skattsins. Ef í ljós kemur að skráningarskyldur aðili fylgir ekki lögum um skráningu raunverulegra eigenda skal ríkisskattstjóri krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests. Sinni skráningarskyldur aðili ekki kröfu ríkisskattstjóra um úrbætur innan þriggja mánaða frá því að þess var krafist má fella skráningu hans niður.

Innan árs frá afskráningu geta raunverulegir eigendur, lánardrottnar eða ríkisskattstjóri gert þá kröfu að bú aðilans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skatturinn hefur einmitt gert kröfu þess efnis um eftirtalin félög:

Félög sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði um slit á 3. maí sl.

Bridgefélag Hveragerðis kt. 690992-2059
Kór Fjölbrautaskóla Suðurl. Self. kt. 690586-1779
Betri bílasalan sf. kt. 680400-3340
Bóksala Fjölbrautaskóla Suðurl. kt. 680185-0189
Félag áhugafólks um uppbyggingu kt. 660310-1420
Rangárbakkar sf. kt. 650985-0289
Landssamtök atvinnulausra kt. 621092-2439
Tónlistarfélag Árnessýslu kt. 650269-3499
Fjallavinafélagið Ásgarður kt. 650302-2220
Janshestar ehf. kt. 560802-2260
Veiðifélag Dyrhólaóss kt. 570589-2539
Bæjarmálafélag Hveragerðis kt. 601097-2309
Vitanor ehf. kt. 620518-0770
Lionsklúbburinn Fylkir kt. 490491-2019
Engla Café ehf. kt. 510110-1370
Neytendafélag Suðurlands kt. 510590-2799
Skógar, sjálfseignarstofnun kt. 520698-2489
Heimavörður Íslands kt. 530804-2080
Garðyrkjubændafélag uppsv. Árn. kt. 531186-1929
Járniðnaðarmannafélag Árness kt. 460172-0129
Ungmennafélagið Vaka kt. 471077-0389
Murneyrasjóður kt. 420792-2049
Tónlistarskólinn Vík kt. 450385-0189
Faxi, bifreiðastjórafélag kt. 440394-3029
Ferðamálafélag Flóamanna kt. 480207-2380
Veiðieigendafélag Suðurlands kt. 460976-0579
Indlandsvinafélagið kt. 480283-0319

Félög sem Héraðsdómur Austurlands úrskurðar um þann 7. júní nk.

Skógræktarfélag Borgarfj eystri kt. 420689-2179
Kjarvalsstofa, sjálfseignarstofnun kt. 480302-2220
Félag starfsmanna Vélsmiðju Hornafjarðar kt. 501012-1570
Vinir Vopnfirðingasögu kt. 531210-0770
Ungmennafélagið Einherjar kt. 540492-2049
Egilsstaðadeild Garðyrkjufélags Íslands kt. 560697-2529
Litboltafélag Austurlands kt. 570200-3210
Sálarrannsóknarfélag Fljótsdalshéraðs kt. 590995-2319
Líknarsjóður Jónu Vilhj/Jóns J. kt. 610497-2099
Stjarnan, sálarrannsóknafélag kt. 610794-2389
Stangveiðifélag Héraðsmanna kt. 610881-0179
Vopnafjarðarlistinn kt. 620302-2950
Veiðifélagið Loðmundur kt. 630882-0449
Knattspyrnudeild Vals og Austra kt. 640394-2349
Grefill sf. kt. 660674-0209
Kirkjukórasamband Austurlands kt. 660988-1499
Foreldrafélag Balaborgar kt. 661006-1450
Baugur, hrossaræktarfélag kt. 680191-2399
Félagsheimilið Végarður kt. 690269-6009
Blakfélag Fjarðabyggðar kt. 690416-3360
Frú Lára ehf kt. 690788-2099
Búnaðarfélag Mýrahrepps kt. 421194-2899
AA-deildin Egilsstöðum kt. 451102-3030
Knattspyrnudómarafélag Austurlands kt. 460110-0840
Rúsi ehf kt. 460705-0960
Félag hrossabænda, Hornafj.deild kt. 460499-2169