British Airways hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum frá flugvellinum í Southampton næsta sumar. Þetta kemur fram á vef BBC en flugfélagið hefur ekki fært nein rök fyrir ákvörðuninni.

BA City Flyer, dótturfélag British Airways, flýgur frá Southampton til Bergerac, Dublin, Faro, Malaga og Mallorca um helgar á sumrin.

„Það eru auðvitað vonbrigði þegar flugferðum er fjarlægt úr leiðarkerfinu. Við erum hins vegar í stöðugum viðræðum við flugfélög um innleiðingu nýrrar þjónustu og það felur í sér að finna staðgengil á þær flugferðir sem British Airways hefur aflýst,“ segir talsmaður frá flugvellinum.

British Airways segir að það yrði haft samband við viðkomandi viðskiptavini til að hjálpa þeim við að endurbóka flugið sitt eða fá fulla endurgreiðslu.

Ákvörðun flugfélagsins kemur tæpu ári eftir að flugvöllurinn kláraði að framlengja flugbraut sína en á þeim tíma sagði Southampton-flugvöllur að það væri mjög mikilvægt fyrir svæðið að geta tekið á móti fjölbreyttari flugvélum.