Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Fjöldinn er svipaður og hann var í ágúst á síðasta ári.

Flestar brottfarir, eða um þriðjung, mátti rekja til Bandaríkjamanna en þeir voru 85 þúsund talsins.

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Fjöldinn er svipaður og hann var í ágúst á síðasta ári.

Flestar brottfarir, eða um þriðjung, mátti rekja til Bandaríkjamanna en þeir voru 85 þúsund talsins.

Þjóðverjar voru í öðru sæti, eða 23 þúsund og í þriðja sæti voru Ítalir með 22 þúsund. Þess má geta að brottfarir Ítala voru um 16,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Frá áramótum hafa um 1,5 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi. Um er að ræða lítils háttar fjölgun frá því á sama tíma í fyrra, eða 0,8% fjölgun. Samtals voru þá brottfarir á tímabilinu janúar til ágúst í ár um 95,2% af þeim brottförum sem mældust á sama tímabili metárið 2018.

Brottfarir Íslendinga voru um 52 þúsund í ágúst, um sex þúsund fleiri en í ágúst 2023, eða 13,3% fleiri. Frá áramótum hafa Íslendingar farið utan um 413 þúsund sinnum, sem er um 0,7% aukning frá sama tíma í fyrra.