Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 121 þúsund í janúarmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í janúar árið 2020 og um 82% af því sem þær voru í janúar 2018 eða þegar mest var.
Ferðamálastofa segir að flestar brottfarir erlendra farþega í janúar hafi verið tilkomnar vegna Breta og Bandaríkjamanna eða um 47,9%.
Þá voru brottfarir Íslendinga um 41.500 og hafa þær ekki mælst áður svo margar í janúarmánuði. Áður höfðu þær mælst flestar í janúar 2021 eða 40.600 og í janúar 2018 eða um 39 þúsund.