Sam­kvæmt veð­bönkum og greiningar­fyrir­tækjum jukust líkurnar á kosninga­sigri Donalds Trump til muna eftir dræma frammi­stöðu Joe Biden for­seta Banda­ríkjanna í kapp­ræðum þeirra á milli á fimmtu­daginn.

Fjár­festar byrjuðu að losa sig við ríkis­skulda­bréf Banda­ríkjanna strax á föstu­dags­morgni og hefur á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa rokið upp en krafan hækkar þegar virði bréfsins lækkar.

Á­hyggjurnar snúa ekki einungis að mögu­legum sigri Trumps en það stefnir í að Repúblikana­flokkurinn gæti náð yfir­tökum á báðum deildum þingsins. Þumal­putta­regla meðal fjár­festa vestan­hafs er að þegar einn flokkur ræður þingi og fram­kvæmdar­valdi eykst halli ríkis­sjóðs.

Sam­kvæmt veð­bönkum og greiningar­fyrir­tækjum jukust líkurnar á kosninga­sigri Donalds Trump til muna eftir dræma frammi­stöðu Joe Biden for­seta Banda­ríkjanna í kapp­ræðum þeirra á milli á fimmtu­daginn.

Fjár­festar byrjuðu að losa sig við ríkis­skulda­bréf Banda­ríkjanna strax á föstu­dags­morgni og hefur á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa rokið upp en krafan hækkar þegar virði bréfsins lækkar.

Á­hyggjurnar snúa ekki einungis að mögu­legum sigri Trumps en það stefnir í að Repúblikana­flokkurinn gæti náð yfir­tökum á báðum deildum þingsins. Þumal­putta­regla meðal fjár­festa vestan­hafs er að þegar einn flokkur ræður þingi og fram­kvæmdar­valdi eykst halli ríkis­sjóðs.

„Þetta breyttist snögg­lega á föstu­daginn,“ segir Dan Mul­holland, yfir­maður við­skipta hjá Crews & Associa­tes, í sam­tali við The Wall Street Journal.

Mul­holland segir að fjár­festar vera að skoða hvernig fram­haldið lítur út en það hafi margir aug­ljós­lega „veðjað stórt“ á föstu­daginn.

Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa til tíu ára náði loksins jafnvægi í 4,435% í gær en hún stóð í 4,287% fyrir kappræðurnar.