Fjölskylda ríkisstjóra Pennsylvaníu var vakin af lögreglu aðfaranótt sunnudags vegna bruna í bústað ríkisstjórans í Harrisburg.

Eldurinn braust út á fyrstu nóttu páskahátíðar gyðinga, og hafði fjölskyldan verið að fagna henni um kvöldið

Maður sem grunaður er um að hafa kveikt í íbúðarhúsinu hefur verið handtekinn og er búist við að hann verði ákærður fyrir tilraun til morðs og hryðjuverks, að sögn yfirvalda á gær.

Shapiro og fjölskylda hans neyddust til að flýja höllina í Harrisburg um klukkan tvö um nóttina. Eldurinn er talinn hafa logað í 20 mínútur.

Á blaðamannafundi í gær greindu yfirvöld frá því að hinn grunaði væri Cody Balmer, 38 ára gamall. Balmer er sagður hafa brotist í gegnum girðingu við húsið.

Að sögn lögreglu var hann í húsinuí innan við eina mínútu og hafði meðferðis heimagerð íkveikjutól. Honum tókst að flýja öryggisgæslu og yfirgefa svæðið en var handtekinn síðar um nóttina.

Ríkisstjóri Shapiro varð tilfinningaþrunginn þegar hann ræddi þær stuðningskveðjur sem hann og fjölskylda hans höfðu fengið.

Lögregla greindi frá því að eldurinn hefði valdið verulegu tjóni á hluta byggingarinnar, en fjölskyldan hafi verið í öðrum hluta hússins og enginn hafi slasast.

Shapiro, sem er demókrati, hefur verið ríkisstjóri síðan árið 2023. Ferill hans í stjórnmálum hófst árið 2005 sem þingmaður ríkisins, og hann starfaði síðar sem ríkissaksóknari í sex ár.

Shapiro komst í sviðsljósið á landsvísu sem mögulegur varaforsetaefni Kamölu Harris í forsetakosningunum 2024.

Shapiro, sem telst miðjumaður með miklar vinsældir, var talinn líklegur kandídat, en Harris valdi að lokum Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota.

Harris tapaði Pennsylvaníu, mikilvægum vígvelli með 19 kjörmenn, fyrir repúblikananum Donald Trump. Trump vann fylkið árið 2016, en tapaði naumlega fyrir Joe Biden árið 2020.