Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, segir brunann í Kringlunni ekki hafa fyrirsjáanleg áhrif á afkomuspá fasteignafélagsins fyrir árið. Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðastliðinn laugardag og hefur verslunarmiðstöðinni verið lokað síðan þá. Stefnt er að því að opna Kringluna aftur á morgun.
Sjóvá, sem er tryggingarfélag húsfélagsins, vinnur nú að því að meta tjónið og segir Guðni ótímabært að giska eyðurnar á heildarkostnað vegna tjónsins.
„Að svo stöddu hefur þetta ekki áhrif á okkar afkomuspá fyrir árið,“ segir Guðni. „Það er ekki fyrirsjáanlegt að þetta hafi nein áhrif á rekstrarafkomu Reita,“ bætir Guðni við.
„Við áttum fund með öllum tryggingarfélögunum í morgun [í gær], Sjóvá og þeim sem tryggja leigjendur, bara til að skýra út hvar ábyrgðin liggur. Það voru spurningar hjá leigjendum um hvar tryggingarábyrgðin lægi. Er þetta mín trygging eða húsfélagsins,“ segir Guðni.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði