Um nýliðin áramót tók Brynjar Elefsen Óskarsson við sem forstjóri hjá bílaumboðinu BL ehf. Brynjar hefur starfað hjá BL undanfarin tíu ár, þar af sem framkvæmdastjóri sölusviðs merkja BL á Sævarhöfða frá árinu 2019.
Hann tekur við af Ernu Gísladóttur, eiganda BL, sem hefur verið forstjóri félagsins síðastliðin 11 ár.
Brynjar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
„BL hefur verið söluhæsta bílaumboð landsins síðastliðin tíu ár og með frábæru starfsfólki hefur okkur tekist að aðlagast hratt að þeim breytingum og áskorunum sem við höfum mætt í bílgreininni. BL er því á frábærum stað til þess að takast á við næsta kafla í orkuskiptunum, snjallvæðingu og aukinni samkeppni sem fyrirsjáanleg er á bílamarkaðnum,“ segir Brynjar í tilkynningu.