Brynj­ólf­ur Bjarna­son, fyrrverandi forstjóri Símans og Granda, lést sunnu­dag­inn 16. mars á heim­ili sínu í Nýhöfn í Garðabæ. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Á ár­un­um 1973-1976 var hann for­stöðumaður hag­deild­ar Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands (nú Sam­tök at­vinnu­lífs­ins). Hann var fram­kvæmda­stjóri Al­menna bóka­fé­lags­ins, AB, frá 1976-1983, og árið 1984 tók hann við starfi fram­kvæmda­stjóra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Granda og gegndi því til árs­ins 2002. Þar leiddi hann umbreyt­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og einka­væðingu.

Á ár­un­um 2002-2010 var hann for­stjóri fjar­skipta­fé­lags­ins Sím­ans/​Skipta, og stýrði þar einka­væðingu Landsíma Íslands í Sím­ann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi fram­kvæmda­stjóra Fram­taks­sjóðs Íslands og gegndi því til árs­ins 2014.

Hann sat í stjórn Ari­on banka frá 2014-2024 og var stjórn­ar­formaður bank­ans á ár­un­um 2019-2024.

Brynj­ólf­ur sat í gegn­um árin í stjórn­um fjöl­margra fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, s.s Icelandic, Coldwater sea­food, Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna, SH, LÍÚ, Hraðfrysti­húss Eskifjarðar/​Eskju, Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar Ísaf­irði, Ísfé­lags Vest­manna­eyja, Þormóðs ramma Sigluf­irði, Faxamjöls, Faxa­markaðar­ins, var stjórn­ar­formaður Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Fri­os­ur S.A. Chile, Pesqu­era Siglo Mex­ico, Bakka­var­ar Group o.fl.

Hann hef­ur einnig setið í stjórn­um fjar­skipta­fé­laga, s.s. Sím­ans, Mílu, Skjás Miðla og Farice, í stjórn­um fé­laga á fjár­mála­markaði, s.s. Ari­on banka, Íslands­banka, Iðnaðarbanka, Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, Þró­un­ar­fé­lags Íslands, Valitor og Mar­In­vest, sem og í stjórn­um ým­issa fyr­ir­tækja í iðnaðar­starf­semi, s.s. ISAL/​Rio Tinto, In­vent Farma, Promens, Sindra Stáls, Álafoss og verk­smiðjunn­ar Dúks sem var fyr­ir­tæki föður hans.

Auk þessa hef­ur Brynj­ólf­ur setið í stjórn­um margra menn­ing­ar­stofn­ana og fé­laga­sam­taka, s.s. hjá Reykja­vík Menn­ing­ar­borg Evr­ópu árið 2000, AB bóka­út­gáfu, í Launa­sjóði rit­höf­unda, Leik­rit­un­ar­sjóði Leik­fé­lags Reykja­vík­ur, Menn­ing­ar­sjóði út­varps­stöðvanna, Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda o.fl.

Brynj­ólf­ur var um ára­bil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðuna „Chi­le­an Or­der al Mer­ito“. Hann var sæmd­ur ridd­ara­krossi ís­lensku fálka­orðunn­ar árið 1994.

Brynj­ólf­ur fædd­ist í Reykja­vík 18. júlí 1946. For­eldr­ar hans voru Kristjana Brynj­ólfs­dótt­ir hús­freyja í Reykja­vík, f. 1923, d. 2000, og Bjarni Björns­son for­stjóri í Reykja­vík, f. 1920, d. 2001. Brynj­ólf­ur ólst upp í Hlíðunum við gott at­læti for­eldra sinna á fal­legu menn­ing­ar­heim­ili ásamt þrem­ur fjör­ug­um bræðrum.

Brynj­ólf­ur gekk í Aust­ur­bæj­ar­skóla og í Versl­un­ar­skóla Íslands þar sem hann út­skrifaðist sem stúd­ent árið 1967. Hann út­skrifaðist með cand. oecon.-gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá Uni­versity of Minnesota árið 1973.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Brynj­ólfs er Þor­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir rekstr­ar­hag­fræðing­ur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynj­ólf­ur Jón og Helena Krist­ín. Börn Brynj­ólfs með fyrri eig­in­konu, Krist­ínu Thors (þau skildu 1990), og stjúp­börn Þor­bjarg­ar, eru Birg­ir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Upp­eld­is­dótt­ir Brynj­ólfs og Þor­bjarg­ar er Sandra Yild­iz Castillo Calle. Barna­börn­in eru 11 og barna­barna­börn­in 2.