Viðskiptablaðið hefur undir höndum erindi Sigurðar Þórðarson, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols, til embætis ríkissaksóknara. Viðskiptablaðið hefur einnig greinargerð Sigurðar um málefni Lindarhvols undir höndum, en blaðið óskaði fyrst eftir afriti af greinargerðinni fyrir um fjórum árum síðan.

Hann telur brýnt að embætti ríkissaksóknara taki málefni Lindarhvols til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Með bréfi dags. 27. júlí 2018 hafi greinargerð hans um málefni Lindarhvols verið send forseta Alþingis, á sama tíma hafi hún ásamt vinnugögnum verið afhent Ríkisendurskoðun.

„Því til viðbótar upplýsingar, sem borist hafa mér síðan og varða málið, sem staðfesta enn frekar þær ábendingar og niðurstöður sem ég setti fram og bendi á í títtnefndri greinargerð frá júlí 2018. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa málefni Lindarhvols ehf. verið til umgjöllunar, m.a. í kjölfar birtingar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 um Lindarhvol ehf. Þá hafa stjórnendur Lindarhvols ehf. og Ríkisendurskoðunar haft með tilþrifum sínum til Alþingis lagst eindregið gegn því að greinargerð mín fái umfjöllun og afgreiðslu á Alþingi. Þannig hefur Alþingi allt frá árinu 2020 ekki afgreitt skýrslu Ríkisendurskoðunar né greinargerð mína og hefur forseti Alþingis lagst gegn því að hún verði birt,“ segir í erindinu.

Því sé ljóst að þær upplýsingar og mat hans, sem komi fram í greinargerð sinni um Lindarhvol og tengist fullnustu og sölu stöðugleikaeigna, sé önnur en fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020.

„Þar sem miklir hagsmunir eru undir í þessu máli fyrir ríkissjóð og þar sem ekki hefur fengist afgreiðsla ennþá á Alþingi á málefnum félagsins tel ég brýnt að embættis ríkissaksóknara taki málefni Lindarhvols ehf. til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Í því sambandi vísa ég m.a. til kafla II í bréfi þessu og meðfylgjandi greinargerðar og fylgiskjala,“ segir í samantekt Sigurðar og vísar þar til kaflans í samantektinni þar sem fjallað er um framkvæmd á sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka.

Fjölmargar athugasemdir

Í umræddum kafla II bendir Sigurður m.a. á að með breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands með síðari breytingum (stöðugleikaframlag), sem samþykkt var á Alþingi 17. mars 2016, hafi verið lögð mest áhersla á að allt ferlið við sölu og ráðstöfun Lindarhvols á eignum sé skýrt og ljóst og ávallt liggi fyrir á hverju einstakar ákvarðanir séu byggðar. Einungis með því verði ferlið gagnsætt. Varðandi hlutlægni þurfi rækilega að ganga úr skugga að um að uppfylltar séu hæfniskröfur til þeirra sem fjalla um einstök mál. Markmiðið sé ávallt að hámarka verðmæti eignanna gagnvart ríkissjóði en einnig skuli kappkostað að stilla kostnaði við rekstur félagsins og sölu eigna í hóf. Að ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga skyldu lögð til grundvallar starfsemi félagsins.

Með bréfi í byrjun janúar 2018 hafi Sigurður óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti ráðuneytið hefði komið að undirbúningi og gerð samnings um umsýslu,fullnustu og sölu stöðugleikaeigna við Lindarhvol og ráðningu Steinars Þ. Guðgeirssonar hrl.

Í svari ráðuneytisins komi fram að hafi unnið að samningsdrögum sem lögð hafi verið fram á fyrsta stjórnarfundi Lindarhvols. Þá komi fram í svari ráðuneytisins að Steinar Þór væri ákjósanlegur kostur, hefði yfir að ráða umfangsmikilli reynslu af sambærilegum störfum fyrir Seðlabankann og hefði yfirburðarþekkingu á þeim eignasöfnum sem um ræddi og hann þekkti öðrum etur efni samninga um afhendingu stöðugleikaframalgs.

Í greinargerð Sigurðar séu gerðar fjölmargar athugasemdir við framkvæmd Lindarhvols á samningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra og við innra stjórnunarskipulag félagsins. Í greinargerðinni komi meðal annars fram að verulegur skortur hafi verið af hálfu félagsins á að veita Sigurði nauðsynlegar upplýsingar sem beðið hafi verið um og það sama hafi átt við um Seðlabankann og slitabú hinna föllnu banka. Ennfremur séu gerðar verulegar athugasemdir við það hvernig félagið ákvarðaði virði einstakra framlaga slitabúa bankanna. Það sama eigi við um kröfur til gæða gagna til bókunar skv. lögum um bókhald. „Aðgangur að frumskjölum, sem vistuð voru hjá Lögmannsstofunni Íslögum ehf., voru ekki tiltæk við eftirlitið. Skýrslugjöf ráðherra til Alþingis gerði ekki grein fyrir tilvist varasjóða sem skildir voru eftir hjá slitabúunum til að mæta rekstrarkostnaði þeirra,“ segir í erindi Sigurðar.

Viðskiptablaðið hefur undir höndum erindi Sigurðar Þórðarson, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols, til embætis ríkissaksóknara. Viðskiptablaðið hefur einnig greinargerð Sigurðar um málefni Lindarhvols undir höndum, en blaðið óskaði fyrst eftir afriti af greinargerðinni fyrir um fjórum árum síðan.

Hann telur brýnt að embætti ríkissaksóknara taki málefni Lindarhvols til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Með bréfi dags. 27. júlí 2018 hafi greinargerð hans um málefni Lindarhvols verið send forseta Alþingis, á sama tíma hafi hún ásamt vinnugögnum verið afhent Ríkisendurskoðun.

„Því til viðbótar upplýsingar, sem borist hafa mér síðan og varða málið, sem staðfesta enn frekar þær ábendingar og niðurstöður sem ég setti fram og bendi á í títtnefndri greinargerð frá júlí 2018. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa málefni Lindarhvols ehf. verið til umgjöllunar, m.a. í kjölfar birtingar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 um Lindarhvol ehf. Þá hafa stjórnendur Lindarhvols ehf. og Ríkisendurskoðunar haft með tilþrifum sínum til Alþingis lagst eindregið gegn því að greinargerð mín fái umfjöllun og afgreiðslu á Alþingi. Þannig hefur Alþingi allt frá árinu 2020 ekki afgreitt skýrslu Ríkisendurskoðunar né greinargerð mína og hefur forseti Alþingis lagst gegn því að hún verði birt,“ segir í erindinu.

Því sé ljóst að þær upplýsingar og mat hans, sem komi fram í greinargerð sinni um Lindarhvol og tengist fullnustu og sölu stöðugleikaeigna, sé önnur en fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020.

„Þar sem miklir hagsmunir eru undir í þessu máli fyrir ríkissjóð og þar sem ekki hefur fengist afgreiðsla ennþá á Alþingi á málefnum félagsins tel ég brýnt að embættis ríkissaksóknara taki málefni Lindarhvols ehf. til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Í því sambandi vísa ég m.a. til kafla II í bréfi þessu og meðfylgjandi greinargerðar og fylgiskjala,“ segir í samantekt Sigurðar og vísar þar til kaflans í samantektinni þar sem fjallað er um framkvæmd á sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka.

Fjölmargar athugasemdir

Í umræddum kafla II bendir Sigurður m.a. á að með breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands með síðari breytingum (stöðugleikaframlag), sem samþykkt var á Alþingi 17. mars 2016, hafi verið lögð mest áhersla á að allt ferlið við sölu og ráðstöfun Lindarhvols á eignum sé skýrt og ljóst og ávallt liggi fyrir á hverju einstakar ákvarðanir séu byggðar. Einungis með því verði ferlið gagnsætt. Varðandi hlutlægni þurfi rækilega að ganga úr skugga að um að uppfylltar séu hæfniskröfur til þeirra sem fjalla um einstök mál. Markmiðið sé ávallt að hámarka verðmæti eignanna gagnvart ríkissjóði en einnig skuli kappkostað að stilla kostnaði við rekstur félagsins og sölu eigna í hóf. Að ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga skyldu lögð til grundvallar starfsemi félagsins.

Með bréfi í byrjun janúar 2018 hafi Sigurður óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti ráðuneytið hefði komið að undirbúningi og gerð samnings um umsýslu,fullnustu og sölu stöðugleikaeigna við Lindarhvol og ráðningu Steinars Þ. Guðgeirssonar hrl.

Í svari ráðuneytisins komi fram að hafi unnið að samningsdrögum sem lögð hafi verið fram á fyrsta stjórnarfundi Lindarhvols. Þá komi fram í svari ráðuneytisins að Steinar Þór væri ákjósanlegur kostur, hefði yfir að ráða umfangsmikilli reynslu af sambærilegum störfum fyrir Seðlabankann og hefði yfirburðarþekkingu á þeim eignasöfnum sem um ræddi og hann þekkti öðrum etur efni samninga um afhendingu stöðugleikaframalgs.

Í greinargerð Sigurðar séu gerðar fjölmargar athugasemdir við framkvæmd Lindarhvols á samningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra og við innra stjórnunarskipulag félagsins. Í greinargerðinni komi meðal annars fram að verulegur skortur hafi verið af hálfu félagsins á að veita Sigurði nauðsynlegar upplýsingar sem beðið hafi verið um og það sama hafi átt við um Seðlabankann og slitabú hinna föllnu banka. Ennfremur séu gerðar verulegar athugasemdir við það hvernig félagið ákvarðaði virði einstakra framlaga slitabúa bankanna. Það sama eigi við um kröfur til gæða gagna til bókunar skv. lögum um bókhald. „Aðgangur að frumskjölum, sem vistuð voru hjá Lögmannsstofunni Íslögum ehf., voru ekki tiltæk við eftirlitið. Skýrslugjöf ráðherra til Alþingis gerði ekki grein fyrir tilvist varasjóða sem skildir voru eftir hjá slitabúunum til að mæta rekstrarkostnaði þeirra,“ segir í erindi Sigurðar.

Sigurður rekur að í greinargerð sinni sé m.a. lagt mat á sölu eignarhluta framlaga sem tengist Klakka ehf. og voru framseld ríkissjóði af slitabúum Kaupþings og Glitnis og eignarhluturinn numið 29,43% í Klakka. Við mat sitt á sölu eignarhluta slitabúanna í Klakka hafi verið lagðar til grundvallar þær upplýsingar sem hafi legið fyrir á þeim tíma og Sigurður haft aðgang að. „Síðan hafa mér borist upplýsingar sem tengjast sem tengjast innheimtu krafna og sölu eignasafns félagsins sem staðfesta þær niðurstöður. Klakki ehf. hefur í árslok 2020 lokið að mestu aðgerðum til innheimtu krafna kröfuhafa Exista hf.“

Heildarinnheimta framlaga og sala eigna sem tengjast Klakka hafi alls numið 4.374 milljónum króna í árslok 2020. Skiptingin hafi verið þannig að 2.490 milljónir hafi verið greiddar til ríkissjóðs, til BLM fjárfestingar ehf. 1.270 milljónir króna (að frádregnu kaupverði) og til slitabús Glitnis 614 milljónir króna. Samtals 1.884 milljónir króna hafi því runnið til til tveggja síðarnefndu aðilanna og ríkissjóður orðið af vegna sölu á hluta í Klakka.

„Við skoðun mína á framkvæmd Lindarhvols á umhirðu og sölu eignarhluta ríkissjóðs í Klakka ehf. var leitað eftir upplýsingum og staðfestingum er tengdust sölunni. Í því sambandi voru m.a. eftirfarandi atriði til skoðunar: Ekki fór fram virðismat á eignarhluta ríkissjóðs við sölu. Viðmið stjórnarinnar var virði eignarinnar við framsal. Virði eignarhluta slitabúanna við framsal nam samtals 3.104 m.kr., það skiptist þannig að Kaupþings 1.551 m.kr. og Glitnis 1.553 m.kr. Af þeirri fjárhæð (3.104 m. kr.) hafði innheimts til söludags 1.617 m.kr., því til viðbótar var greitt vegna söluandvirðis til ríkissjóðs og sérstök greiðsla 873 m.kr. eða samtals 2.490 m.kr. sem nam 80% af virði við framsal. Þeim 20% sem eftir standa, 641 m.kr., var haldið eftir hjá slitabúi Glitnis ehf. sem hluta svonefnds fjársópseigna. Við skoðun mína á sölu eignarhlutans var framkvæmt virðismat þar sem áætlaður eignarhluti á söludegi var 2.200 m.kr. í samanburði við greiðslur vegna sölu að fjárhæð 1.112 m.kr. sem er helmingur af virðismatinu,“ segir í erindi Sigurðar.

Verðmat Klakka á Deloitte

Í maímánuði 2021 barst Sigurði skýrslan „Valuation of Klakki ehf. At 22 May 2016, 8 june 2016“ sem unnin hafði verið af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte sem staðfest og var hún árituð af löggildum endurskoðanda Klakka ehf. Í skýrslunni var markaðsvirði eiginfjárs Klakka ehf. sagt 12.323 milljónir króna og í dæmi 2 var matið 13.641 m.kr. sem var viðmið við útreikning á áætluðum eignarhluta ríkissjóðs þann 30. júní 2016. Lögfræðilegur ráðgjafi stjórnar Lindarhvols ehf., fyrrnefndur Steinar Þ. Guðgeirsson, sat á þessum tíma í stjórn Klakka ehf.

Sigurður gerði athugasemdir og leitaði eftir skýringum á nokkrum atriðum sem ekki höfðu fengist fullnægjandi svör við. Óskaði hann eftir ástæðu þess að stöðuleikaeign Glitnis ehf. hafi verið flokkuð sem fjársópseign við yfirtöku, hverjar forsendur hafi verið fyrir því að flokka tilteknar greiðslur sem fjársópseignir að fjárhæð 614 m.kr. sem greiddar voru í Glitni ehf, og hvert tilefnið hafi verið og hvers vegna Klakki ehf. hafi greitt Glitni ehf 375 m.kr. í mars 2016. Þá gerði hann athugasemd við að Kaupþing hafi millifært 210 m.kr. til ríkissjóðs þann 4. maí 2016 án þess að fram kæmi hver greiddi og hvert tilefnið væri.

Tilefni þeirra fyrirspurna sneru að því hvers vegna framlag slitabús Glitnis var flokkað sem fjársópsframlag frá Klakka en framlag Klakka sem tilheyrði Kaupþingi flokkað sem almennt framlag. Þannig hafi Glitnir haldið hjá sér 375 m.kr. sem slitabúið óskaði eftir að fá greiddar í erlendri mynt. Við sölu hluta slitabús Glitnis í Klakka ehf. gerði slitabúið kröfu um að greiddar væru 300 þúsund Bandaríkjadalir af söluandvirðinu og með því tók slitabúið til sín 239 m.kr. eða helming söluandvirðisins. Í maí 2016 hafi 210 m.kr. verið millifært til ríkissjóðs af Kaupþingi vegna Klakka en Sigurður hafði ekki fengið upplýsingar um hver hafi greitt þrátt fyrir fjölda fyrirspurna. Þá hafi Lindarhvol ekki gert grein fyrir hvert tilefni greiðslna í maí- og marsmánuði 2016 væri og hvaða tilefni og skuldbindingar hafi verið þeim samfara.

Minnisblað ódagsett og ekki undirritað

Sigurður vísar jafnframt í greinagerð sína frá júlí 2018 þar sem gerð var grein fyrir sölu hlutabréfa í Vörukaupum ehf. en stjórn Lindarhvols ehf. samþykkti þann 18. október 2016 hæsta tilboð í félagið að fjárhæð 151. m.kr. með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á stöðu félagsins. Vörukaup réðu Deloitte til að framkvæma könnun á verðmæti viðskiptakrafna og vörubirgða félagsins og á stjórnarfundi Lindarhvols ehf. 14. desember 2016 var ákveðið að lækka söluverð Vörukaupa ehf. um 20 m.kr., í 131 m.kr, með vísan til minnisblaðs frá Deloitte.

Við skoðun sína á sölunni gerði Sigurður athugasemdir við minnisblaðið sem gagn stjórnar Lindarhvols við endurmat á söluverði. Minnisblaðið hafi verið ódagsett og ekki undirritað af starfsmanni Deloitte. Þar að auki hafi nafn Deloitte, sem tilvísun um að verkið hafi verið unnið að þeim, aðeins komið fram á fyrsta blaðinu af þremur. Stjórn Lindarhvols ehf. hefði átt að fá staðfestingu fyrirtækisins á tilurð minnisblaðsins og ábyrgðarmanni fyrir gerð þess áður en hún byggði ákvörðun sína um að lækka söluverðið. Að mati Sigurðar var ekki séð að tilefni hafi verið til að lækka söluverðið, með tilliti til minnisblaðsins.

Nánar verður fjallað um efni greinargerðar Sigurðar í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið en áskrifendur geta nálgast blaðið kl. 19:30 undir Blöðin á vb.is.