Allt virðist stefna í að það komi til skerðinga á raforku í vetur vegna slæmrar vatnsstöðu en gripið hefur verið til skerðinga síðustu þrjú ár í röð.
Meðal fyrstu aðgerða sem gripið hefur verið til undanfarin ár þegar vatnsstaðan hefur verið slæm er takmörkun á afhendingu á víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft.
Allt virðist stefna í að það komi til skerðinga á raforku í vetur vegna slæmrar vatnsstöðu en gripið hefur verið til skerðinga síðustu þrjú ár í röð.
Meðal fyrstu aðgerða sem gripið hefur verið til undanfarin ár þegar vatnsstaðan hefur verið slæm er takmörkun á afhendingu á víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft.
Síldarvinnslan rekur meðal annars tvær fiskimjölsverksmiðjur hér á landi, annars vegar í Neskaupstað og hins vegar á Seyðisfirði.
Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að félagið hafi neyðst til að keyra verksmiðjurnar á díselolíu allt þetta ár þar sem ekkert aðgengi hefur verið að raforku. Þá eru horfurnar fyrir komandi mánuði ekki góðar.
„Segjum að það komi stór loðnuvertíð og mikil vinnsla, þá er þetta auðvitað svakalegt skref aftur á bak. Á fyrstu sex mánuðum ársins erum við búin að horfa upp á mörg hundruð milljóna kostnaðarauka, þar af eru inni um 100 milljónir í kolefnisgjald sem við erum rukkuð um vegna olíunotkunar á sama tíma og við getum í rauninni ekki gert neitt nema nota olíu því að það er ekki til raforka,“ segir Gunnþór.
„Við höfum fjárfest í búnaði til að nýta endurnýjanlega innlenda raforku, sem við getum nýtt innanlands í stað þess að flytja inn erlendis frá og nota í það gjaldeyri. Fyrir utan það að við erum að taka mörg skref aftur á bak þegar kemur að útblæstri.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.