Sala á bjórnum Modelo Especial í Bandaríkjunum hefur haldið áfram að aukast að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins en salan fór nýlega fram úr sölu á Bud Light fyrr á þessu ári.

Bjórframleiðandinn Constellation, sem framleiðir Modelo, hefur nú hækkað afkomuspá sína fyrir árið og greindi frá því á öðrum ársfjórðungi að bjórsalan hafi aukist um 12%.

Sala á bjórnum Modelo Especial í Bandaríkjunum hefur haldið áfram að aukast að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins en salan fór nýlega fram úr sölu á Bud Light fyrr á þessu ári.

Bjórframleiðandinn Constellation, sem framleiðir Modelo, hefur nú hækkað afkomuspá sína fyrir árið og greindi frá því á öðrum ársfjórðungi að bjórsalan hafi aukist um 12%.

„Góðu fréttirnar eru þær að það eru bara svo mörg tækifæri eftir. Það er hrikalega spennandi að hugsa um alla þá möguleika sem Modelo hefur nú,“ segir Bill Newlands, forstjóri Constellation.

Mikið uppnám varð í Bandaríkjunum meðal viðskiptavina Anheuser-Busch í apríl á þessu ári þegar trans-áhrifavaldurinn Dylan Mulvaney birti mynd af sér með sérhannaðri Bud Light-dós á Instagram síðunni sinni. Bud Light hafði þá verið söluhæsti bjórinn í Bandaríkjunum í tvo áratugi.

Forstjóri Constellation segist búast við því að fyrirtækið muni fá meira hillupláss í bandarískum verslunum með komandi hausti og vori en fyrirtækið framleiðir einnig vín og tekíla.