Bud Light, sem var eitt sinn vinsælasti bjór í Bandaríkjunum, hefur fallið niður í þriðja sæti þar í landi á eftir Modelo Especial og Michelob Ultra að sögn WSJ. Sala bjórsins samsvaraði 6,5% af allri bjórsölu í bandarískum verslunum á fjórum vikum fram til 6. júlí sl.

Vörumerkið er enn að glíma við bakslag eftir að margir Bandaríkjamenn ákváðu að sniðganga bjórinn á síðasta ári.

Bud Light, sem var eitt sinn vinsælasti bjór í Bandaríkjunum, hefur fallið niður í þriðja sæti þar í landi á eftir Modelo Especial og Michelob Ultra að sögn WSJ. Sala bjórsins samsvaraði 6,5% af allri bjórsölu í bandarískum verslunum á fjórum vikum fram til 6. júlí sl.

Vörumerkið er enn að glíma við bakslag eftir að margir Bandaríkjamenn ákváðu að sniðganga bjórinn á síðasta ári.

Til samanburðar samsvaraði Michelob Ultra 7,3% af allri bjórsölu og Modelo 9,7% samkvæmt greiningu frá ráðgjafarfyrirtækinu Bump Williams.

Viðskiptavinir í Bandaríkjunum byrjuðu að sniðganga Bud Light í apríl í fyrra eftir að trans áhrifavaldur birti myndband á Instagram haldandi á bjórdós sem var útbúin sérstaklega fyrir áhrifavaldinn.

Mánuði eftir atvikið missti Bud Light stöðu sína sem söluhæsti bjórinn í Bandaríkjunum og hélt áfram að vera skotmark hægrimanna það sem eftir var ársins.