Allt þar til á síðasta ári hafði Bud Light um árabil verið mest seldi bjórinn í Bandaríkjunum, bæði í magni og aurum talið.

Allt þar til á síðasta ári hafði Bud Light um árabil verið mest seldi bjórinn í Bandaríkjunum, bæði í magni og aurum talið.

Mexíkóski bjórinn Modelo Especial tók hins vegar fram úr Bud Light á síðasta ári, sem mest seldi bjórinn í aurum talið. Í fyrra jókst einnig sala annarra bjórtegunda á kostnað Bud Light. Má sem dæmi nefna að í fyrsta skiptið í 15 ár jókst sala fyrirtækisins Molson Coors á Coors Light og Miller Lite í Bandaríkjunum og svipaða sögu er að segja af Pabst Blue Ribbon. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. Í könnun, sem Goldman Sachs gerði á meðal 37 þúsund verslana muni þorri þeirra gefa öðrum bjórtegundum en Budweiser aukið hillupláss.

Ástæðan fyrir þessari þróun er markaðsherferð Anheuser-Busch, framleiðanda Budweiser, fyrir tæpu ári. Þá fékk fyrirtækið m.a. Dylan Mulvaney, sem er ötul baráttukona fyrir réttindum trans-fólks , til liðs við sig. Herferðin snerist upp í andhverfu sína þegar stór hópur neytenda ákvað að sniðganga vörur Anheuser-Busch.