Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag War­ren Buf­fet, minnkaði hlut sinn í App­le um 1% á síðustu þremur mánuðum ársins 2023.

Fé­lagið á enn 5,9% hlut í App­le sam­kvæmt skráningu hjá verð­bréfa­eftir­liti Banda­ríkjanna en virði hlutarins er um 167 milljarðar Banda­ríkja­dala á gengi gær­dagsins, sem sam­svarar rúmum 23 þúsund milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journaler Buf­fet að minnka við sig vegna þess að vægi App­le í 300 milljarða dala hluta­bréfa­safni fé­lagsins væri orðið of mikið.

Hluta­bréf í App­le hafa hækkað um 367% frá árinu 2018 og hrósaði Buf­fet fé­laginu á síðasta hlut­hafa­fundi Berks­hire er hann sagði App­le ein­fald­lega vera betra fyrir­tæki en mörg þeirra í eigna­safni fjár­festinga­fé­lagsins.

Fylgist náið með næstu skrefum Buffet

Hluta­bréf í App­le hafa þó ekki byrjað árið 2024 af sama krafti en Micros­oft hirti krúnuna sem verð­mætasta fyrir­tæki Banda­ríkjanna fyrr á árinu á meðan vand­ræði App­le í Kína hafa haldið á­fram að vaxa.

Hluta­bréf í App­le hafa lækkað um 4% á árinu og féll gengið um 0,9% í utan­þings­við­skiptum.

Ste­ven Check, fjár­festinga­stjóri Check Capi­tal Mana­gement sem á meðal annars bréf í Berks­hire, segist ætla fylgjast náið með næstu skrefum sjóðsins í tengslum við App­le.

„Þetta virðist vera svo lítil sala. Ég myndi halda að þeir selji meiri af bréfum,“ segir Check í samtali við WSJ.