Markaðs­virði Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lags War­ren Buf­fett, náði ný­verið 1 billjón dölum (e. trillion).

Afar fá fyrir­tæki í sögunni hafa náð þeim merka árangri en sam­kvæmtThe Wall Street Journal eru ekki allir á­nægðir með á­fangann.

Fjár­festar og greiningar­aðilar hafa á síðustu vikum varpað fram pælingum um að mögu­lega sé gengi fé­lagsins of hátt.

Sam­kvæmt ný­birtum gögnum frá fé­laginu til verð­bréfa­eftir­litsins er War­ren Buf­fet sam­mála þeim.

Þar greinir fé­lagið frá því að til standi að draga úr kaupum á eigin bréfum en endur­kaup fé­lagsins fara á­vallt fram þegar Buf­fet, stjórnar­for­maður og fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins, telur að „gengið sé lægra en raun­veru­legt virði fé­lagsins.“

Berks­hire keypti eigin bréf fyrir 345 milljónir Banda­ríkja­dali eða sem nemur 47 milljörðum ís­lenskra króna á öðrum árs­fjórðungi en fé­lagið hefur ekki keypt jafn lítið af eigin bréfum á einum fjórðungi frá árinu 2018.

Árið 2020 keypti fé­lagið eigin hluti fyrir 9 milljarða dali á hverjum fjórðungi til að mynda.

Einn hlutur á 93 milljónir

Hluta­bréfa­verð á A-bréfum Berks­hire er um 675 þúsund dalir eða sem nemur 93 milljónum króna. Gengi B-bréfanna er í kringum 450 dali.

Í bréfi sínu til hlut­hafa í febrúar greindi Buf­fet frá því að sökum stærðar fé­lagsins sem og að hann sæi ekkert að­laðandi fé­lag til að kaupa á næstunni væru allar líkur á að af­koman yrði ekki ofar væntingum í ár líkt og fyrri ár.