Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tilkynnti í gær 1,5% samdrátt í bílasölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Bílamarkaðurinn í heild hefur verið að ná sér aftur á strik eftir margra ára óvissu að því er segir í frétt CNBC.

Samkvæmt ársuppgjöri GM seldi fyrirtækið 594.233 bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins og var salan í samræmi við spár bílagreinafyrirtækisins Cox Automotive.

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tilkynnti í gær 1,5% samdrátt í bílasölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Bílamarkaðurinn í heild hefur verið að ná sér aftur á strik eftir margra ára óvissu að því er segir í frétt CNBC.

Samkvæmt ársuppgjöri GM seldi fyrirtækið 594.233 bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins og var salan í samræmi við spár bílagreinafyrirtækisins Cox Automotive.

Buick var eina bílategund GM sem seldist í auknum mæli á fjórðungnum en söluaukningin var 16,4% miðað við sama tíma í fyrra. Sala á GMC dróst saman um tæp 5% og um rúm 2% á Cadillac og Chevrolet.

GM greindi einnig frá því að fyrirtækið hafi selt 197.000 pallbíla á fjórðungnum, sem er 3,6% aukning en GM hefur ekki selt jafn marga pallbíla síðan 2020.

„Fyrirtækið náði smásölumarkmiðum sínum með sterkri blöndu af verðlagningu og traustri birgðakeðju. Birgðir okkar eru í góðu formi fram á vorið og framleiðsla rafbíla er að aukast. Við erum á áætlun,“ segir Marissa West, forstjóri GM í Norður-Ameríku.