Stjórnendur CrowdStrike hafa greint frá því að búið sé að laga meira en 97% allra tölvukerfa sem urðu fyrir áhrifum frá bilaðri hugbúnaðaruppfærslu fyrir viku síðan. Microsoft áætlar að tæplega 8,5 milljónir tölva hafi orðið fyrir áhrifum.

Samkvæmt þeim útreikningi eru enn 250 þúsund tölvur sem eru enn að glíma við vandamálið og hefur framkvæmdastjórinn enn og aftur beðist afsökunar.

Stjórnendur CrowdStrike hafa greint frá því að búið sé að laga meira en 97% allra tölvukerfa sem urðu fyrir áhrifum frá bilaðri hugbúnaðaruppfærslu fyrir viku síðan. Microsoft áætlar að tæplega 8,5 milljónir tölva hafi orðið fyrir áhrifum.

Samkvæmt þeim útreikningi eru enn 250 þúsund tölvur sem eru enn að glíma við vandamálið og hefur framkvæmdastjórinn enn og aftur beðist afsökunar.

Kerfisbilunin átti sér stað vegna þess að Falcon-kerfi CrowdStrike inniheldur hugbúnað sem kallast Endpoint Detection and Response (EDR) en hann er keyrður inn í kjarna stýrikerfisins. Það þýðir að ef villa skyldi koma upp þá verða áhrifin gríðarleg.

Þá hefur Microsoft einnig gefið út ákveðinn hugbúnað til að flýta fyrir endurræsingarferlinu en erfitt reyndist að laga mörg stýrikerfi þar sem fólk hefði þurft beinan aðgang að hjarta kerfisins. Það var því ekki hægt að endurræsa vélarnar frá annarri staðsetningu.

CrowdStrike hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa beðið viðeigandi starfsfólk afsökunar með því að bjóða því kóða fyrir UberEats að verðmæti tíu dali. Einn starfsmaður skrifaði kaldhæðnislega á Reddit að hann hefði viljað keyra bílinn sinn fram af brú eftir atvikið en hætti við þar sem CrowdStrike hefði boðið honum kaffibolla.