Bandaríska tollaflóðbylgjan hefur skollið á mörkuðum um víða veröld og er Ísland engin undantekning.

Síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um tollaáformin þann 2. apríl hafa hlutabréfamarkaðir verið í frjálsu falli þó þeir hafi aðeins rétt úr kútnum í gær. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sem dæmi lækkað um 9% síðan 2. apríl og einstaka félög um allt að 17%. Einhver veðköll hafa verið, þar sem stöðum skuldsettra viðskiptavina hefur verið lokað. Erfitt er þó að fá nákvæmar upplýsingar um það.

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir að flestir markaðir séu að finna botninn eftir miklar lækkanir síðustu daga.

„Staðan er samt auðvitað ekki góð,“ segir Hafsteinn. „Það er búið að þurrka út mikil verðmæti á innlendum og erlendum mörkuðum algjörlega að þarflausu, vegna grundvallarmisskilnings bandarískra stefnusmiða á eðli milliríkjaverslunar.”

Hafsteinn segir að viðbrögðin á íslenska markaðnum hafi vafalaust komið einhverjum spánskt fyrir sjónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.